Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa umsjón með starfsleyfum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni.

Helstu verkefni
  • eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum
  • útgáfa starfsleyfa, skráning og skýrslugerð
  • fagleg ráðgjöf og umsagnir
  • móttaka ábendinga og kvartana
  • gerð gátlista og verklagsreglna
  • fræðsla og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana og almennings
Hæfnikröfur

Heilbrigðisfulltrúi þarf að hafa lokið háskólanámi (sjá neðar) auk þess að hafa sótt námskeið um stjórnsýslu, lög og reglugerðir. Þá er farið fram á 6 mánaða starfsreynslu á sviði heilbrigðiseftirlits.

Nám

Samkvæmt reglugerð þurfa heilbrigðisfulltrúar að „…hafa háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda, verkfræði eða sambærilega menntun.“

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

blank

Augnlæknir

blank

Geislafræðingur

blank

Heilbrigðisgagnafræðingur

blank

Heilbrigðisritari

blank

Læknir

blank

Lífeindafræðingur

blank

Lýðheilsufræðingur

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf