STARF

Heilbrigðisgagnafræðingur

Haustið 2019 breyttist starfsheitið læknaritari í heilbrigðisgagnafræðing.

Námið er nú á háskólastigi og í boði við HÍ.

Heilbrigðisgagnafræðingar sinna umsýslu heilbrigðisupplýsinga, þ.m.t. að öryggi þeirra og aðgengi sé tryggt. Starfið byggir á sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkri skráningu og lagaumhverfi.

Heilbrigðisgagnafræðingur er tengiliður á milli sjúklinga og heilbrigðis-fagstétta og vinnur náið með þeim síðarnefndu að verkefnum tengdum gagnavinnslu, einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum og einkareknum.

Heilbrigðisgagnafræðingur er lögverndað starfsheiti.

Helstu verkefni

  • umsjón með rafrænni sjúkraskrá
  • gæðaeftirlit til að tryggja áreiðanleika gagna
  • móttaka heilbrigðisupplýsinga og skipulagning skráninga
  • kóðun, úrvinnsla, vistun og miðlun upplýsinga
  • kennsla og þjálfun heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár

Hæfnikröfur

Heilbrigðisgagnafræðingar fá starfsleyfi frá Landlækni og verða að búa yfir færni í að nota flokkunar-, kóðunar-, upplýsinga- og skjalavistunarkerfi og sérhæfð forrit sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum. Einnig þarf að búa yfir fræðilegri þekkingu á líffærafræði og sjúkdómafræði ásamt undirstöðuþekkingu í lyfjafræði.

Góð tölvukunnátta er mikilvæg sem og geta til að skrifa nákvæmar heilbrigðisupplýsingar á íslensku og ensku auk þekkingar á einu norðurlandamáli. Í starfinu þarf að geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og forgangsraðað verkefnum.

Félag heilbrigðisgagnafræðinga

Námið

Heilbrigðisgagnafræði er 90 eininga nám við Háskóla Íslands, skipulagt sem 60 eininga fræðilegt hlutanám í tvö ár og síðan 30 eininga starfsnám í 15 vikur sem fram fer á heilbrigðisstofnunum.

Heilbrigðisgagnafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

Augnlæknir

Bókmenntafræðingur

Eðlisfræðingur

Efnafræðingur

Félagsfræðingur

Fornleifafræðingur

Forritari

Náms- og starfsráðgjöf