Heimastuðningur aðstoðar við heimilishald, þrif, félagslegan stuðning, persónulega umhirðu og fleiri hversdagslega hluti sem fólk ræður ekki við sjálft vegna aldurs, veikinda eða einhvers konar sérþarfa. Markmið heimastuðnings er að gera fólki kleift að búa á eigin heimili þrátt fyrir að geta ekki bjargað sér fullkomlega sjálft.
Starf við heimastuðning er oftast vaktavinna sem fram fer á heimilum fólks en á vegum sveitarfélags eða sjálfstæðra fyrirtækja.