Hönnuði er að finna innan margra starfsgreina sem eiga það sameiginlegt að unnið er með sköpun og hagnýtar lausnir. Starf hönnuða felst í að gera hugmynd að veruleika; móta hugmyndir í átt að framleiðslu ákveðinna afurða. Verkefnin eru gjarnan þau að búa til teikningar eða módel sem aðrir síðan vinna eftir.