Húsgagnasmiður vinnur við að smíða, gera upp og endurnýja gömul húsgögn og innréttingar, ásamt því til dæmis að smíða leiktjöld, leikmuni eða innréttingar í skip. Húsgagnasmiðir vinna gjarnan út frá hugmyndum og verklýsingum hönnuða eða eftir eigin teikningum. Húsgagnasmíði er löggilt iðngrein.
Sem húsgagnasmiður gætirðu unnið á verkstæði, við sérsmíði og viðgerðir, á byggingarstað eða við ráðgjöf og sölu í húsgagnaverslun. Húsgagnasmiðir vinna mikið með höndunum en einnig er um að ræða sérhæfða vélavinnu til dæmis í tölvustýrðum trésmíðavélum.