Innanhúsarkitektar vinna að skapandi verkefnum sem tengjast nýtingu húsnæðis og innanhúss gæðum. Starfið er þríþætt; hugmyndavinna og frumdrög, teikningar og verklýsingar og að lokum umsjón og úttekt á því verkefni sem fyrir liggur hverju sinni. Innanhúsarkitekt er löggilt starfsheiti.
Í starfi sem innanhúsarkitekt gætirðu unnið við hönnun á einkaheimilum, í búðum, á hótelum, veitingastöðum, skólum, spítölum eða verksmiðjum.