STARF

Íþróttaþjálfari

Íþróttaþjálfarar liðsinna íþróttafólki með því að skipuleggja æfingar, leiðbeina á æfingum og undirbúa fyrir keppni. Hlutverk þjálfara getur verið afar mismunandi eftir íþróttagreinum og þeim einstaklingum sem þjálfunina sækja, til dæmis hvort um er að ræða þjálfun barna, unglinga, fullorðinna, nýliða eða lengra kominna. Íþróttaþjálfarar starfa í flestum, ef ekki öllum greinum íþrótta.

Flestir þjálfarar starfa hjá íþróttafélögum eða innan íþróttasérsambanda og eru þá oft líka í einhverjum verkefnum sem tengjast stjórnun. Einnig er unnið með einstaklingum, þá oftast í tengslum við afreksíþróttir og keppni. Hvað atvinnuíþróttir varðar er þjálfarinn oft gerður ábyrgur fyrir að æskilegum árangri sé náð en þjálfarar vinna þá oft fleiri saman og skipta með sér verkum.

Helstu verkefni
  • skipuleggja æfingar til styttri og lengri tíma
  • kenna og leiðbeina á æfingum
  • undirbúa íþróttafólk fyrir keppni
  • ýmiskonar ráðgjöf og leiðsögn
Hæfnikröfur

Í starfi íþróttaþjálfara er mjög mikilvægt búa yfir ítarlegri þekkingu á þeirri íþróttagrein sem um ræðir sem og getu í greininni sjálfri. Þjálfunin þarfnast skipulagshæfileika og getur starfið reynt á, hvort tveggja líkamlega og andlega. Hæfni til að starfa með öðrum er afar mikilvæg enda beinist þjálfunin oft að þátttakendum á mismunandi getustigi.

Byggt á Utdanning.no – Idrettstrener 

Námið

Almennt er ekki krafist formlegrar menntunar til að starfa sem íþróttaþjálfari þó slíkt geti verið afar gagnlegt. Í flestum íþróttum þarf þó að ljúka ákveðnu námi til að geta þjálfað afreksíþróttafólk. Innan sumra íþróttagreina er einnig gerð krafa um að hafa lokið þjálfaranámskeiðum burtséð frá því hvar til stendur að þjálfa en slíkt getur verið komið undir einstaka sérsamböndum.

Íþróttabrautir
Íþróttafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Djákni

Einkaþjálfari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Flokkstjóri í vinnuskóla

Framhaldsskólakennari

Frístundaleiðbeinandi

Náms- og starfsráðgjöf