Jarðlagnatæknar vinna við að leggja rafstrengi, vatnslagir, hitalagnir, fjarskiptalagnir og fráveitur í jörð.

Í starfi sem jarðlagnatæknir gætirðu til dæmis unnið hjá orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, áhaldahúsum bæjar- og sveitarfélaga og verktökum.

Helstu verkefni
  • viðhald og viðgerðir strengja, lagna og fráveitna í jörð
  • vinna við nýlagnir
  • grafa fyrir og eftir jarðlögnum
  • ganga frá lögnum og annast lokafrágang eftir jarðvinnu
Hæfnikröfur

Jarðlagnatæknir þarf að þekkja vel til tæknilegrar vinnu við jarðlagnir, öryggismála sem starfinu tengjast og umhverfissjónarmiða við jarðlagnavinnu. Mikilvægt er að þekkja nokkuð til í jarðvegsfræði, rafmagnsfræði og vélfræði.

Nám

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur útbúið námskrá í jarðlagnatækni en bæði Mímir – símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hafa boðið upp á námskeið í faginu. Nám í jarðlagnatækni má meta til styttingar á námi í framhaldsskóla, allt að 24 einingum.

Frá hausti 2021 er einnig í boði nám í jarðvirkjun á vegum Tækniskólans.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Blómaskreytir

Byggingaverkamaður

Dýralæknir

Fiskeldisfræðingur

Fornleifafræðingur

Innanhúsarkitekt

Jarðfræðingur

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf