Jöklaleiðsögumaður leiðir ferðafólk um jökla í dagsferðir og/eða lengri göngur. Ferðast er með einstaklinga eða hópa og fjallað um náttúru, lífríki, samfélag og menningu á sama hátt og almennir leiðsögumenn.
Jöklaleiðsögumaður leiðir ferðafólk um jökla í dagsferðir og/eða lengri göngur. Ferðast er með einstaklinga eða hópa og fjallað um náttúru, lífríki, samfélag og menningu á sama hátt og almennir leiðsögumenn.
Jöklaleiðsögumenn verða að hafa aflað sér menntunar sem leiðsögumenn eða lokið nýliðaþjálfun Björgunarsveita og jafnframt sérhæfðari menntun og reynslu í jöklaleiðsögn. Afar mikilvægt er að kunna að nota búnað fyrir fjallamennsku svo sem mannbrodda, ísaxir, línur, karabínur og sprungubjörgunarbúnað, geta valið leiðir og metið snjóflóðahættu.
Jöklaleiðsögumenn þurfa að hafa námskeiðið Jöklaleiðsögn AIMG 1 og AIMG 2 hjá Félagi íslenskra fjallaleiðsögumanna, Fjallaskólanum eða sambærilegt námskeið annars staðar.
Mikilvægt er að vera í góðu líkamlegu formi og búa yfir mikilli reynslu af útivist, ferðalögum og útilegum jafnt að sumri sem vetri.
Nám fyrir verðandi leiðsögumenn er við Menntaskólann í Kópavogi auk þess sem slíkt nám hefur verið í boði við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri.