STARF

Launafulltrúi

Launafulltrúi ber ábyrgð á og gætir þess að starfsfólk fái rétta launaupphæð greidda á réttum tíma, samkvæmt gildandi kjara- og ráðningarsamningum. Í starfinu felst einnig að leiðbeina um gerð ráðningarsamninga auk þess að miðla alls kyns atriðum, sem snerta launamál, til starfsfólks.

Í starfi sem launafulltrúi gætirðu hvort tveggja unnið hjá ríkisreknum fyrirtækjum og í einkageiranum.

Helstu verkefni
  • annast launaútreikninga og útborganir
  • halda utan um frídaga, veikindaleyfi og fæðingarorlofsdaga
  • skil vegna launa til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og skattayfirvalda
  • veita upplýsingar um laun, réttindi og skyldur
  • eftirlit með tímaskráningu starfsmanna
Hæfnikröfur

Launafulltrúi þarf að hafa þekkingu á bókhaldi og launaútreikningum. Góð almenn tölvukunnátta ásamt þekkingu og færni í notkun bókhaldsforrita og töflureiknum er mjög æskileg. Launafulltrúi þarf að sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi, hafa hæfni í mannlegum samskiptum og mikla þjónustulund.

Nám

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi launafulltrúa en margs konar viðskiptatengt nám getur verið gagnlegt auk þess sem ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði. Námskeið fyrir launafulltrúa hafa til dæmis verið í boði á vegum Starfsmenntar – fræðsluseturs.

Skrifstofunám
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókari

Gjaldkeri í banka

Skrifstofufulltrúi

Viðskiptafræðingur

Þjónustufulltrúi í banka

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf