Leigubílstjóri vinnur alla jafna fyrir leigubílastöð og skráir þar upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er, til dæmis um stærð og tegund bifreiðar. Stöðin kemur einnig á framfæri ýmsum skilaboðum svo sem um umferðarteppur og hvar bíla er þörf. Í starfi leigubílstjóra ekurðu farþegum á tiltekinn áfangastað og gerir upp samkvæmt gjaldmæli.

Leigubílstjórar greiða reglulega gjald til þeirrar stöðvar sem gert er út frá.

Helstu verkefni
  • svara útkalli frá leigubílastöð
  • bíða farþega þar sem þeirra gæti verið von
  • aðstoða farþega við að komast í og úr bifreið ef þörf krefur
  • hreinsa bifreið eftir þörfum að utan og innan
  • gera upp fjölda ferða, kílómetrafjölda, tekjur og útgjöld
Hæfnikröfur

Leigubílstjóri þarf að hafa lokið tilskildum námskeiðum til aukinna ökuréttinda og vera á aldrinum 20 – 70 ára. Atvinnuleyfi leigubílstjóra eru gefin út af Samgöngustofu og þeim skylt að hafa í bifreiðinni skírteini til sönnunar á því að þeir hafi atvinnuleyfi eða stundi leigubifreiðaakstur í forföllum.

Nám

Til að geta starfað sem leigubílstjóri þarf aukin ökuréttindi (meirapróf). Aldurstakmörk eru 20 ár en hægt að hefja námið 6 mánuðum fyrr. Námið samanstendur af fimm námsgreinum; umferðarfræði, umferðarsálfræði, bíltækni, skyndihjálp og ferðafræði auk verklegrar kennslu og prófs. Námstími er alls um 75 kennslustundir. Til að starfa sem afleysingamaður á leigubíl er auk þess nauðsynlegt að taka svokallað afleysingamannanámskeið.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bifreiðasmiður

blank

Bifvélavirki

blank

Bílamálari

blank

Ferðaþjónn

blank

Flotastjóri

blank

Flugmaður

blank

Flugumferðarstjóri

blank

Flugvirki

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf