Mannauðs- og starfsmannastjórar sjá um mönnun og ráðningar, þjálfun, fræðslu og starfsþróun, launa- og samningamál ásamt ýmsu sem snýr að velferð starfsfólks og samskiptum á vinnustað.
Færst hefur í vöxt að starfsheitið mannauðsstjóri komi í stað starfsmannastjóra en fólk með slíka menntun starfar einnig sem fræðslustjórar, kennarar, sjálfstætt starfandi ráðgjafar og ráðningarstjórar hvort tveggja hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera.