STARF

Matreiðslumaður

Matreiðslumaður sinnir hvort tveggja sígildri og nútíma matargerð á fjölbreyttan hátt, allt frá heimilislegum hversdagsmat að margrétta veislumáltíð. Starfsvettvangur matreiðslumanna er víða þar sem veitingar eru seldar svo sem á hótelum og veitingahúsum eða þar sem matreiðsla er hluti þjónustu líkt og í mötuneytum. Matreiðsla er löggilt iðngrein.

Sem matreiðslumaður gætirðu einnig sinnt sérhæfðum verkefnum; sýningum og kynningum þar sem matur og matargerð koma við sögu.

Helstu verkefni
  • taka á móti hráefni, flokka það, meta og meðhöndla
  • semja og vinna eftir uppskriftum
  • setja saman matseðla eftir mismunandi tilefnum og óskum viðskiptavina
  • matreiða með öllum helstu matreiðsluaðferðum
  • skipuleggja og stjórna vinnu í eldhúsi
Hæfnikröfur

Í starfi matreiðslumanns er nauðsynlegt að geta beitt öllum helstu matreiðsluaðferðum og kunna skil á meginstraumum í íslenskri og alþjóðlegri matargerð. Matreiðslumaður þarf að geta unnið sjálfstætt, þróað og aðlagað matseðla, þekkja til fæðuofnæmis og vera meðvitaður um mikilvægi hreinlætis í starfi sínu.

Matvæla- og veitingafélag Íslands

Nám

Nám í matreiðslu er um fjögurra ára nám á framhaldsskólastigi, þar með talin 126 vikna starfsþjálfun. Námið er í boði í Menntaskólanum í Kópavogi og Verkmenntaskólanum á AkureyriRaunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Matreiðsla
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bakari

Gæðaeftirlitsmaður

Kjötskurðarmaður

Matartæknir

Matsveinn

Matvælafræðingur

Mjólkurfræðingur

Næringarfræðingur

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf