Mjólkurfræðingar vinna við úrvinnslu mjólkur og framleiðslu tengdra afurða auk þess að sinna rannsóknum og vöruþróun.
Í starfi mjólkurfræðings eru mjólkurbú og afurðavinnslustöðvar líklegir vinnustaðir en einnig starfa mjólkurfræðingar annars staðar í matvælaiðnaði svo sem í ölgerðum og sælgætisverksmiðjum. Jafnframt starfa mjólkurfræðingar hér á landi við hreinlætisiðnað, lyfjaframleiðslu og í eftirlitsstofnunum eins og við heilbrigðiseftirlit.