Veiðarfæratæknar gera við veiðarfæri auk þess að koma að hönnun þeirra og framleiðslu. Þeir geta, til að mynda, hannað og sett upp netabúnað eldiskvía fyrir strandeldis- og landstöðvar. Veiðarfæratækni, sem áður kallaðist netagerð, er löggilt iðngrein.
Sem veiðarfæratæknir gætirðu starfað í netagerð, á veiðarfæraverkstæði eða í öðrum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í búnaði fyrir fiskiðnað.