STARF

Osteópati

Osteópatar greina og meðhöndla líkamleg vandamál í gegnum vöðva- og liðkerfi líkamans með því að vega og meta hreyfanleika og virkni liðamóta og vöðva. Osteópatar meðhöndla svo til einungis með því að beita höndum á liðamót og mjúkvefi. Dæmi um vandamál sem osteópatar hjálpa til við eru bak- og háls- og giktarverkir, brjósklos, stífleiki í liðamótum og íþróttameiðsl. Osteópatar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Helstu verkefni
  • greining byggð á sjúkrasögu og þróun viðkomandi vandamáls
  • framkvæmd bæklunar- og hreyfifræðilegra prófa
  • meðhöndlun; nudd, liðteygjur, vefja- og vöðvameðferð og hnykkingar
  • ráðgjöf um æfingar og breytingar á starfsháttum ef við á
Hæfnikröfur

Osteópatar fá starfsleyfi frá landlækni og er krafist að lágmarki fjögurra ára bóklegs og verklegs náms til BS – prófs í osteópatíu. Osteópati þarf að þekkja vel þau lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og geta borið ábyrgð á þeirri meðferð sem veitt er. Í starfi osteópata er mikilvægt að þekkja siðareglur stéttarinnar, virða faglegar takmarkanir sem og þagnarskyldu þegar við á.

Námið

Ekki er hægt að læra osteópatíu í íslenska skólakerfinu en erlendis er yfirleitt um að ræða 4 – 5 ára nám á háskólastigi.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Augnlæknir

Geislafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Heilbrigðisgagnafræðingur

Heilbrigðisritari

Læknir

Lífeindafræðingur

Lýðheilsufræðingur

Náms- og starfsráðgjöf