STARF

Pípulagningamaður

Pípulagningamenn leggja og tengja hita-, neysluvatns- og frárennsliskerfi. Í starfinu felst einnig að setja upp ýmis konar sérhæfð lagnakerfi og sjá um viðhald og endurnýjun slíkra kerfa. Pípulagnir er lögvernduð iðngrein.

Í starfi pípara gætirðu starfað hjá pípulagningameisturum, í orkufyrirtækjum, veitustofnunum eða við faglega ráðgjöf í tengslum við fagið. Pípulagningamenn vinna oft með hönnuðum lagnakerfa og öðrum iðnaðarmönnum.

Helstu verkefni
  • leggja vatnshita- og neysluvatnskerfi innanhúss
  • setja upp stjórnbúnað fyrir hitakerfi, þrýstiprófa, stilla og gangsetja
  • setja upp og tengja hreinlætis- og heimilistæki
  • tengja lagnakerfi við veitukerfi
  • leggja snjóbræðslu-, vatnsúða, eldvarnar- og hitakerfi á viðeigandi staði
  • setja upp frystitæki í iðnfyrirtækjum og annast vatnslagnir í skipum
  • veita ráðgjöf um efnisval og tæknilegar lausnir
Hæfnikröfur

Pípulagningamaður þarf að vera fær um að hanna og leggja hita-, vatns- og frárennsliskerfi, teikna upp deililausnir og frágang og annast viðhald og viðgerðir.

Í starfi pípulagningamanns eru notuð ýmis verkfæri og vélar sem mikilvægt er að þekkja, svo sem rörtangir, lyklar, sagir, snitt-, bor-, brot- og höggvélar. Einnig eru notuð rör af ýmsum stærðum og gerðum ásamt tengibúnaði og einangrunar- og þéttiefnum.

Félag pípulagningameistara

Nám

Pípulagnir eru kenndar við Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri. Meðalnámstími er fjögur ár, þrjár til fjórar annir í skóla og 96 vikna starfsþjálfun. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Pípulagnir
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Byggingafræðingur

Byggingaverkamaður

Húsasmiður

Húsgagnabólstrari

Húsgagnasmiður

Innanhúsarkitekt

Jarðlagnatæknir

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf