Ræstitæknar sjá um að halda húsnæði hreinu eftir fyrir fram ákveðinni verklýsingu eða eftir þörfum og óskum vinnuveitenda. Starfið felur hvort tveggja í sér létt þrif og stórþrif eftir aðstæðum, ásamt eftirliti með húsnæði.
Í starfi sem ræstitæknir getur vinnutíminn verið nokkuð breytilegur. Unnið er víða svo sem á skrifstofum, í verslunum, á veitingastöðum, í fyrirtækjum eða einkaheimilum.