STARF

Rafeindavirki

Rafeindavirki starfar við uppsetningu og viðgerðir rafeindatækja, fjarskiptakerfa og tölvubúnaðar. Starfið felst í að hanna, smíða og forrita einfaldar rafeinda- og stýrirásir. Rafeindavirki hefur haldgóða tölvuþekkingu á vélbúnaði, hugbúnaði og netbúnaði ásamt því að þekkja til útsendinga og móttöku á fjarskiptamerkjum. Rafeindavirkjun er lögvernduð iðngrein.

Í starfi sem rafeindavirki gætirðu unnið á verkstæðum, í iðn- og orkufyrirtækjum og í farartækjum í lofti, á sjó og landi.

Helstu verkefni
  • uppsetning, bilanaleit og viðgerðir rafeindatækja
  • viðgerðir á rafeinda- og örtölvustýrðum búnaði
  • uppsetning, bilanaleit og viðgerðir fjarskiptakerfa
  • uppsetning á loftnetum og gervihnattabúnaði
Hæfnikröfur

Rafeindavirki þarf að þekkja vel til vél-, hug- og netbúnaðar ásamt því að geta lesið og teiknað rafeindateikningar og vera fær í bilanaleit. Mikilvægt er að þekkja helstu aðferðir til útsendinga og móttöku á fjarskiptamerkjum og geta séð um hönnun og uppsetningu fjarskiptakerfa.

Rafeindavirkjar vinna mikið með höndunum, nota þau mælitæki og handverkfæri sem við eiga hverju sinni og þurfa að þekkja vel til öryggismála í faginu.

Rafmennt

Námið

Rafeindavirkjun er kennd við Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri en tveggja ára grunnnám rafiðna, er einnig boði við marga framhaldsskóla. Meðalnámstími í rafeindavirkjun er fjögur ár, samtals sjö annir í skóla auk starfsþjálfunar.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Rafeindavirkjun
Rafvirkjun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Forritari

Hljóðhönnuður

Hljóðmaður

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Leikjahönnuður

Ljósahönnuður

Ljósamaður

Náms- og starfsráðgjöf