STARF

Sorphirðumaður

Sorphirðumenn fjarlægja úrgang frá heimilum og fyrirtækjum og losa í bíl sem flytur sorpið til förgunar eða í endurvinnslu. Sorphirðumaður starfar sem hluti af teymi sem fylgir áætlun um sorphirðu á ákveðnum svæðum í hverri viku.

Starfið getur falið í sér að keyra sorphirðubíl og/eða starfa sem hópstjóri sorphirðumanna.

Helstu verkefni
  • ná í og safna saman sorptunnum
  • losa sorptunnur í sorphirðubíl
  • vinna samkvæmt áætlun í ákveðnum hverfum
Hæfnikröfur

Starf sorphirðumanns getur verið líkamlega krefjandi og líkamleg hreysti og gott úthald því nauðsynlegt. Mikilvægt er að geta unnið í samstarfi við aðra og æskilegt að hafa þekkingu á flokkun sorps og endurvinnslu.

Nám

Ekki er krafist sérstakrar menntunar í starfinu en aukin ökuréttindi þarf til að sinna starfi sorphirðubílstjóra.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

blank

Búfræðingur

blank

Dýralæknir

blank

Fiskeldisfræðingur

blank

Fornleifafræðingur

blank

Garðplöntufræðingur

blank

Hestasveinn

blank

Jarðfræðingur

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf