Sótthreinsitæknar starfa innan heilbrigðisþjónustunnar við sótthreinsun og dauðhreinsun skurðáhalda og lækningatækja sem notuð eru við aðgerðir. Í starfinu felst því að sjá til þess að öll tæki, verkfæri og áhöld sem nauðsynleg eru til skoðunar eða framkvæmda á aðgerðum séu sótt- og dauðhreinsuð samkvæmt ströngustu kröfum.