Starfsfólk í landbúnaði vinnur almenn landbúnaðarstörf svo sem í búfjárrækt og jarðrækt.
Starfsfólk í landbúnaði vinnur almenn landbúnaðarstörf svo sem í búfjárrækt og jarðrækt.
Starfsmaður í landbúnaði þarf að þekkja til umhverfis landbúnaðar svo sem hvað varðar jarðrækt, vélanotkun og hirðingu og heilbrigði dýra. Mikilvægt er að gæta vel að umhverfis- og öryggismálum.
Ekki er gerð formleg krafa um menntun en margvísleg starfstengd námskeið kunna að vera í boði auk náms við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi