STARF

Starf í móttöku

Starfsfólk í móttöku á gisti- og veitingahúsum tekur á móti viðskiptavinum, afgreiðir þá og veitir margvíslegar upplýsingar og þjónustu. Í starfinu felst oft að safna saman og miðla upplýsingum um þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, skrá þá í ferðir og taka á móti og vinna úr kvörtunum.

Sem starfsmaður í móttöku vinnurðu gjarnan vaktavinnu, miðlar upplýsingum á milli vaktastarfsmanna og vinnur undir umsjón móttökustjóra eða annars stjórnanda.

Helstu verkefni
  • bókanir og símsvörun
  • inn- og útskráning gesta
  • sala á vöru og þjónustu
  • móttaka greiðslna, reikningagerð og uppgjör
  • birgðaumsjón og innkaup
  • umsjón með tækjum og búnaði
Hæfnikröfur

Starfsmaður í móttöku á gisti- og veitingahúsum þarf að eiga auðvelt með samskipti, jafnvel við erfiðar og krefjandi aðstæður. Mikilvægt er að hafa grunnþekkingu í tölvuvinnslu og upplýsingaleit og geta miðlað upplýsingum á skýran og hnitmiðaðan hátt. Þekking á erlendum tungumálum er æskileg.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun í starfinu en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði svo sem í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi eða Mími – símenntun.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Ferðaþjónn

Flugumferðarstjóri

Landfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf