STARF

Stjórnmálafræðingur

Stjórnmálafræðingar fást við rannsóknir sem tengjast atferli fólks í stjórnmálum, stjórnmálasamtökum, uppruna og skipulagi stofnana og hugmyndafræði í stjórnmálum og stjórnsýslu. Algengt er að stjórnmálafræðingar sérhæfi sig í stjórnmálum tiltekins lands, tímabils eða heimshluta, eða í ákveðinni hlið stjórnmála.

Sem stjórnmálafræðingur gætirðu til dæmis unnið í fjölmiðla- og upplýsingageiranum, hjá ráðgjafafyrirtækjum, við alþjóðasamskipti, í stjórnsýslunni eða í tengslum við hagsmunasamtök og þrýstihópa. Þá fást stjórnmálafræðingar við kennslu á framhalds- og háskólastigi.

Helstu verkefni
  • kanna tengsl stjórnmála við önnur svið samfélagsins
  • vinna úr gögnum og útbúa skýrslur með niðurstöðum rannsókna
  • nýta niðurstöður rannsókna í hagnýtum tilgangi
  • upplýsingaöflun og kynningarstarf
  • veita ráðgjöf við stefnumótun
Hæfnikröfur

Stjórnmálafræðingar þurfa að geta gert grein fyrir rannsóknum sínum og fræðistörfum í ræðu og riti, á íslensku og erlendum tungumálum. Mikilvægt er að vera vel að sér í málefnum líðandi stundar og geta miðlað hugmyndum og skoðunum á trúverðugan og ákveðinn hátt.

Félag stjórnmálafræðinga á FB

Nám

Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er stjórnmálafræði í boði hvort tveggja til BA – prófs og meistaragráðu. Við deildina er einnig hægt að læra tengdar greinar á borð við alþjóðasamskipti, Evrópufræði, kynjafræði, smáríkjafræði og opinbera stjórnsýslu.

Stjórnmálafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókmenntafræðingur

blank

Eðlisfræðingur

blank

Efnafræðingur

blank

Fornleifafræðingur

blank

Heimspekingur

blank

Jarðfræðingur

blank

Kerfisfræðingur

blank

Leikjaforritari

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf