Stoðtækjafræðingar smíða stoðtæki fyrir einstaklinga eftir persónulegum þörfum hvers og eins. Stoðtækin eru alla jafna tæknilegur búnaður til aðstoðar við meðferð sjúkdóma eða aðlögunar gerviútlima. Í starfi stoðtækjafræðinga felst einnig viðhald og eftirlit með þeim stoðtækjum sem þegar eru í notkun. Stoðtækjafræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt.
Í starfi sem stoðtækjafræðingur ertu í samvinnu við lækna vegna tilvísana og upplýsinga um hvernig stoðtæki þörf er fyrir hverju sinni.