Stuðningsfulltrúar aðstoða nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði. Oft er um að ræða nemendur sem þurfa sérstök úrræði vegna námserfiðleika, félagslegra aðstæðna, fötlunar eða þroskafrávika.
Stuðningsfulltrúar starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Í starfi sem stuðningsfulltrúi vinnurðu í nánu samstarfi við kennara eða sérkennara, eftir áætlun og leiðsögn þeirra.