Þjónustufulltrúar í bankaveita viðskiptavinum upplýsingar og ráðgjöf og sinna ýmislegum bankaviðskiptum fyrir þeirra hönd.
Þjónustufulltrúar í bankaveita viðskiptavinum upplýsingar og ráðgjöf og sinna ýmislegum bankaviðskiptum fyrir þeirra hönd.
Þjónustufulltrúi í banka þarf að hafa góða samskiptahæfni og þjónustulund, talsverða tölvufærni og þekkingu á helstu forritum sem notuð eru svo sem ritvinnslu- og bókhaldsforritum. Auk þess er mikilvægt að vera fær í að leita að og miðla upplýsingum og hafa auga fyrir smáatriðum.
Ekki er krafist ákveðinnar menntunar í starfi þjónustufulltrúa en nám á sviði viðskipta, verslunar og þjónustu getur nýst í starfinu auk þess sem margs konar starfstengd námskeið kunna að vera í boði. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.
Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.
Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.