Vaktstjóri á skyndibitastað eða kaffihúsi heldur utan um daglega verkstjórn og ber ábyrgð á staðnum í fjarveru yfirmanns. Vaktstjóri þarf að geta gengið í öll störf ásamt því að sjá til að verkferlum sé fylgt, svo sem á milli vakta eða við lokun.

Hlutverk vaktstjóra er að hafa yfirsýn, aðstoða samstarfsfólk þegar þess þarf og stuðla annars að vellíðan þeirra og öryggi á vinnustaðnum.

Vaktstjóri vinnur ýmist undir verslunarstjóra, veitingastjóra eða rekstrarstjóra.

Helstu verkefni
  • afgreiðsla og sala á vöru og þjónustu
  • upplýsingamiðlun
  • framsetning vöru og ásýnd vinnustaðar
  • þjálfun nýrra starfsmanna og mönnun vegna forfalla
  • skipulag og uppgjör vaktar
  • HACCP- mælingar, gæðaeftirlit og skráning
  • eftirlit með þrifum
  • birgðaeftirlit og vörumóttaka
Hæfnikröfur

Vaktstjóri þarf að þekkja vel til réttinda og skyldna á vinnumarkaði ásamt boðleiðum á eigin vinnustað til að geta miðlað upplýsingum á milli vakta, til yfirmanna og samstarfsfólks.  Einnig er mikilvægt að geta brugðist við ábendingum frá viðskiptavinum eða samskiptaerfiðleikum á vinnustað eða á milli starfsfólks og viðskiptavina.

Starfaprófílar FA

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til starfs vaktstjóra en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Áhrifavaldur

Almannatengill

Barþjónn

Bókari

Bóksali

Bréfberi

Fasteignasali

Náms- og starfsráðgjöf