Starf vöruþróunarstjóra snýr að þróun á vörum og þjónustu eftir ákveðnum verkferlum og stefnu viðkomandi fyrirtækis. Vöruþróunarstjóri vinnur þvert á deildir, ber ábyrgð á  og stýrir teymisvinnu þar sem verkefni eru mótuð og áhættugreind áður en þau fara í framkvæmd og árangur þeirra að lokum metinn.

Áætlanagerð fer fram í samstarfi við yfirstjórn viðkomandi fyrirtækis en einnig snýst starfið mikið um samskipti við birgja og ýmsa samstarfs- og hagsmunaaðila.

Helstu verkefni
  • greina markhópa og möguleg tækifæri
  • tillögugerð að nýrri vöru
  • skilgreina og forgangsraða verkefnum
  • samræma vinnubrögð og upplýsingagjöf
  • mat á samkeppni, innanlands og erlendis
  • árangursmælingar
Hæfnikröfur

Í  starfi vöruþróunarstjóra er afar mikilvægt að þekkja markaðinn og sviðið sem starfað er á auk góðrar yfirsýnar yfir verkefnastöðu hverju sinni. Mikilvægt er að geta fylgt skilgreindum ferlum, tímaskipulagi verkefna og unnið sjálfstætt.

 
Námið

Ýmiss konar nám á háskólastigi getur verið góður undirbúningur svo sem tengt nýsköpun og viðskiptaþróun (HÍ), vöruhönnun (LHI) eða iðnmeistararéttindi svo dæmi séu tekin.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Áhrifavaldur

Almannatengill

Blómaskreytir

Bókari

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Bréfberi

Náms- og starfsráðgjöf