Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun

Alls 18 kennslustundir í fjarnámi ætlaðar fólki sem vill bæta eigin heilsu og lífsstíl. Námsþættir eru: Markmiðasetning og venjur, andlegir þættir og áskoranir, fjölbreytt hreyfing og hollt mataræði. Áhersla á einstaklingsmiðaða eftirfylgni. Námskeiðið verður kennt í tveimur lotum.

Samfélagstúlkun

Þjálfun fyrir samfélagstúlka af erlendum uppruna. Fjallað um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Álitamál og siðareglur, glósutækni og túlkun. 70 klukkustundir í fjarnámi og 20 stundir í staðnámi á þriðjudögum.

Myndlistasmiðja

80 klukkustunda námskeið byggt á fyrirlestrum, verklegri vinnu og vettvangsheimsóknum. Megináhersla á færni í grunnatriðum myndlistar, að efla skapandi hugsun, fanga eigin hugmyndir og útfæra á margvíslegan hátt. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00-21:00.

Stronger Employee

Intended for people in the labor market who want to increase their skills in dealing with job changes, information technology and communication. 150 lessons, taught three times a week from 9:00 – 12:00. The program can be assessed for up to 12 credits of shortening upper secondary education.

Sterkari starfsmaður

Námskeið ætlað þeim sem vilja auka færni til að takast á við breytingar í starfi, ekki síst í upplýsingatækni og tölvunotkun. Alls 150 kennslustundir og kennt þrisvar í viku frá kl. 9-12. Námsleiðin er metin til allt að 12 eininga styttingar á námi í framhaldsskóla.

Málþing um Nordplus verkefni

Velkomin á málþing um Nordplus verkefnið KIAL (Karrierevejledning og kompetencer i arbejdslivet) þar sem námskeið um starfs- og námsráðgjöf fyrir fullorðna, unnið í verkefninu, verður prófað. Endanleg dagskrá verður birt 1. mars, en mögulegt er að skrá sig núna. Skráningin verður ekki bindandi fyrr en 15. júní. Stefnt er að því að halda viðburðinn í […]

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám – fyrir frumkvöðla

Hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þau sem vilja styrkja eigin rekstur eða hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Fyrirlestar teknir upp fyrirfram og aðgengilegir á netinu. Aðgengi að kennara átta tíma í viku annaðhvort í gegnum netið eða hjá SÍMEY.