Handverk og samfélag

Námsleið sem er fyrst og fremst ætluð flóttafólki. Handverk, í þessu tilviki prjón, þar sem þátttakendur styrkja hæfni sína undir leiðsögn reynslumikilla kennara. Samhliða kennslunni er fræðsla um lykilatriði íslensks samfélags. Lögð er áhersla á að skapa gott andrúmsloft, stuðning og samræður.

Tónlist í umönnunarstörfum

Námskeið þar sem farið er í hvernig hver og einn notar sína styrkleika til að nýta tónlist sem hluta af samskiptum og umönnun. Fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum en einnig aðstandendur fólks með heilabilun.

Fjölmenningarfærni

Hálfsdags námskeið fyrir allt að 20 þátttakendur sem er ætlað að auka meðvitund um fjölmenningu og efla jákvæð samskipti á milli fólks af ólíkum uppruna.

Líf og heilsa – lífstílsþjálfun

Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu. Markmið er að auka þekkingu á áhrifaþáttum heilsu og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Rík áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða eftirfylgni. Námið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról, […]

Fræðsla í formi og lit

Markmið námsins er að veita tækifæri til að styrkja færni í myndlist, listasögu og skapandi starfi í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms á sviði lista, nýta skapandi hæfileika og koma auga á ný tækifæri. Náminu lýkur með myndlistasýningu í Gallerí SÍMEY.

Aldraðir með sjón- og heyrnaskerðingu

Vefnámskeið og gagnleg ráð fyrir starfsfólk og aðstandendur til að auka virkni aldraðra með skerta sjón eða samþætta aldursbundna sjón-og heyrnarskerðingu. Fjallað um hvaða aðferðir gagnast best við að styðja hópinn til félagslegrar virkni og að taka ábyrgð á eigin heilsueflingu. Einnig verða veittar upplýsingar um hin ýmsu hjálpartæki sem nýtast markhópnum og úrræði sem […]

Blindir og sjónskertir viðskiptavinir

Gagnleg ráð fyrir starfsfólk þar sem fjallað er um vísbendingar þess að einstaklingur sé blindur eða með skerta sjón og hvaða hindranir verða helst á vegi blindra og sjónskertra. Þátttakendur fá ábendingar og ráð um hvernig megi ryðja hindrunum úr vegi og hvaða aðferðir gagnist best við að þjónusta hópinn.

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað

Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað felst í nálgun þar sem ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð og hvernig vinnustaðir geta innleitt slíka nálgun. Hvað er áfallamiðuð nálgun og hvað felst í henni? Hvers vegna áfallamiðuð nálgun? Eðli áfalla og […]

Gervigreind fyrir alla – Vefnám

Námskeið um grunnhugtök gervigreindar og hvernig henni er beitt í samfélaginu. Sex námsþættir sem sniðnir eru að þörfum þeirra sem vilja kynnast gervigreind án þess að fara djúpt í stærðfræðilegar forsendur og fá tækifæri til að leysa fjölbreytt verkefni.

Gervigreind í þína þágu

Ókeypis vefnámskeið á íslensku fyrir almenning um grundvallaratriði gervigreindar; hvernig hún er búin til, hvaða áhrif hún gæti haft á störf eða daglegt líf og hvert stefnir. Markmið námskeiðsins er að sýna að gervigreind er hvorki leyndardómsfull né torskilin. Annars vegar er fjallað um fræðileg atriði og hins vegar eru æfingar úr námsefninu. Sveigjanlegur námshraði. […]

Náms- og starfsráðgjöf