Fullorðinsfræðsla fatlaðra

Á vef Fjölmenntar er að finna fjölda námskeiða, annars vegar fyrir fólk með þroskahömlun og fólk á einhverfurófi en hins vegar fyrir fólk með geðrænar áskoranir. Námskeiðin eru i boði víða um land í samstarfi við símenntunarstöðvar.

Námskeið um matvælavinnslu

Stutt hagnýt námskeið Farskólans fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu, haldin í samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og SSNV.

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun

Nám ætlað þeim sem vilja bæta eigin heilsu, fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda. Markmið námsins er að auka þekkingu á áhrifaþáttum heilsu, leikni í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni.

Samfélagstúlkun

Nám ​ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Samfélagstúlkun er 110 klukkustunda nám sem mögulegt er að meta til 6 eininga á framhaldsskólastigi. Blanda af fjarnámi og […]

Íslensk menning og samfélag

Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Lögð er áhersla á íslenskt mál, menningu, samfélag og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Fjallað er um allt frá því hvernig á að gera skattaskýrslu yfir í hvernig á að halda íslenskt matarboð. Námið fer fram […]

Matarsmiðjan – hnossgæti að heiman

Námskeið sem miða að því að veita matvælaframleiðendum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við Beint frá býli hugmyndafræðina. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun, markaðssetningu […]

Samfélagstúlkun

Nám fyrir fólk sem sinnir samfélagstúlkun til að sinna skilgreindum viðfangsefnum og þróast í starfi. Samfélagstúlkar miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Nemendur þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau túlka.

Gervigreind í þína þágu

Ókeypis vefnámskeið á íslensku fyrir almenning um grundvallaratriði gervigreindar; hvernig hún er búin til, hvaða áhrif hún gæti haft á störf eða daglegt líf og hvert stefnir. Markmið námskeiðsins er að sýna að gervigreind er hvorki leyndardómsfull né torskilin. Annars vegar er fjallað um fræðileg atriði og hins vegar eru æfingar úr námsefninu. Sveigjanlegur námshraði. […]

Árangursrík samskipti á vinnustöðum

Stutt námskeið um lykil ađ framúrskarandi samstarfi, árangri í starfi og starfsánægju. Fjallað er um mismunandi samskiptastíla, einstaklingsmun í túlkun upplýsinga, algengar ástæđur ágreinings á vinnustöđum, hvernig megi fyrirbyggja slíkt og hvernig viđ getum eflt færni í ađ takast á viđ erfiđ samskipti.

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun

Alls 18 kennslustundir í fjarnámi ætlaðar fólki sem vill bæta eigin heilsu og lífsstíl. Námsþættir eru: Markmiðasetning og venjur, andlegir þættir og áskoranir, fjölbreytt hreyfing og hollt mataræði. Áhersla á einstaklingsmiðaða eftirfylgni. Námskeiðið verður kennt í tveimur lotum.

Samfélagstúlkun

Þjálfun fyrir samfélagstúlka af erlendum uppruna. Fjallað um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Álitamál og siðareglur, glósutækni og túlkun. 70 klukkustundir í fjarnámi og 20 stundir í staðnámi á þriðjudögum.

Myndlistasmiðja

80 klukkustunda námskeið byggt á fyrirlestrum, verklegri vinnu og vettvangsheimsóknum. Megináhersla á færni í grunnatriðum myndlistar, að efla skapandi hugsun, fanga eigin hugmyndir og útfæra á margvíslegan hátt. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00-21:00.

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám – fyrir frumkvöðla

Hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þau sem vilja styrkja eigin rekstur eða hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Fyrirlestar teknir upp fyrirfram og aðgengilegir á netinu. Aðgengi að kennara átta tíma í viku annaðhvort í gegnum netið eða hjá SÍMEY.