Fagnámskeið í umönnun

Námskeið haldin í samstarfi við Eflingu, ætluð þeim sem aðstoða eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Tvö námskeið, samanlagt 198 kennslustundir. Ljúka þarf fyrra námskeiðinu til að halda áfram á því síðara. Áhersla lögð á námsþætti sem nýtast bæði í starfi og einkalífi. Kennsla á fagnámskeiði 1 fer fram þriðjudaga, […]

Grunnnám fyrir skólaliða

Einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum. Líta má á námið bæði til að efla fólk í starfi en einnig sem góðan grunn að frekara námi í faginu. Kennt frá 12.30 – 16.10 alla virka daga.

Leikskólaliðabrú

Nám ætlað þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Fyrir 22 ára og eldri sem lokið hafa 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Kennt samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla yfir fjórar annir, 10 – 20 einingar á hverri. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar.

Skrifstofuskóli II

Sérhæft nám sem undirbúningur fyrir skrifstofustörf eða frekara nám í þeim geira. Góð innsýn í rekstur fyrirtækja og bókhald. Námið er 240 kennslustundir og mögulegt að meta það til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Skrifstofuskóli I

Fyrir 18 ára og eldri, með stutta formlega skólagöngu að baki. Tilgangur að auka hæfni til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Áhersla á að læra að læra, efla sjálfstraust og starfsfærni. Námsaðferðir byggjast á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf.

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám – fyrir frumkvöðla

Hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þau sem vilja styrkja eigin rekstur eða hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Fyrirlestar teknir upp fyrirfram og aðgengilegir á netinu. Aðgengi að kennara átta tíma í viku annaðhvort í gegnum netið eða hjá SÍMEY.

Málmsuða – TIG suða

Nám ætlað 18 ára og eldri sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. Byggist á fyrirlestrum og verklegri vinnu auk þess sem haldin er verkdagbók á meðan á námskeiðinu stendur. Kennt á kvöldin og á laugardögum 3- 4 sinnum í viku.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Fyrir ófaglært starfsfólk í leik, og grunnskólum, samtals 66 einingar sem kenndar eru yfir fjórar annir. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/eða stuðningsfulltrúar að námi loknu. Forkröfur að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, 3ja ára starfsreynsla við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og að hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

Félagsliðabrú

Fyrstu fjórar annirnar af sex, samtals 76 einingar. Að því loknu er hægt að ljúka félagsliðabraut í framhaldsskóla til starfsréttinda á einu ári. Forkröfur að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, 3ja ára starfsreynsla í umönnun og að hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Dreifnám fyrir þau sem starfa við uppeldi og umönnun barna í leikskólum, 22ja ára og eldri, með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu. Þurfa að hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum.

Félagsliðabrú

Í boði í fjárnámi haustið 2021. Kennt á fjórum önnum og hægt að velja sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarþjónustu.