Velferðartækni
Fimm námsþættir sem tengjast störfum innan velferðarþjónustu og snúa að umönnun, verklegri aðstoð, hjálpartækjum, skipulagi á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi.
Tónlist í umönnunarstörfum
Námskeið þar sem farið er í hvernig hver og einn notar sína styrkleika til að nýta tónlist sem hluta af samskiptum og umönnun. Fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum en einnig aðstandendur fólks með heilabilun.
Fagnám í þjónustu við fatlað fólk
Nám fyrir þau sem starfa við þjónustu fatlaðs fólks á heimilum og stofnunum. Áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu. Blanda af stað- og fjarnámi.
Svæðisleiðsögunám
Svæðisleiðsögunám í Þingeyjasýslum í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands. Alls 23 einingar, fjarnám og staðnám í helgarlotum, kennt á tveimur önnum. Námið er matshæft inn í Leiðsöguskóla MK.
Námskeið tengd ferðaþjónustu
Á vefsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er að finna yfirlit fjölbreyttra námskeiða innan ferðaþjónustu, bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur.
Félagsliðagátt
Nám sniðið að þörfum þeirra sem starfa við umönnun fólks með fötlun, aldraðra, sjúkra eða í heimaþjónustu. Námið er einingabært og við lok þess fá nemendur aðstoð til að ljúka félagsliðabraut og útskrifast sem félagsliðar.
Samfélagstúlkun
Markmið með náminu er að fólk sem sinnir samfélagstúlkun öðlist þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum á árangursríkan hátt og geti þróast í starfi. Gert er ráð fyrir íslensku og a.m.k. einu öðru tungumáli sem vinnutungumálum.
Framhaldsnám félagsliða um heilabilun
Náminu er ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með heilabilanir. Fræðsla verður um mismunandi sérkenni og algengi heilabilunarsjúkdóma.
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Námskeið um vistakstur, vöruflutninga og umferðaröryggi sem eru hluti af endurmenntun atvinnubílstjóra.
Svæðisleiðsögn á Vestfjörðum
Nám matshæft í Leiðsöguskólann í Kópavogi og kennt í samvinnu við MK. Alls 23 einingar, fjarnám og staðnám í helgarlotum. Markmið námsins er að búa nemendur undir að fylgja ferðafólki um Vestfirði.
Starfsréttindanámskeið dagforeldra
Fimm vikna námskeið fyrir fólk sem hefur hug á að starfa sem dagforeldrar. Kennt í Zoom nema hvað brunavarnafræðsla fer fram í viðkomandi bæjarfélagi.
Kennslufræði fyrir leiðbeinendur í samfélagsfræðslu
Námskeið sem veitir réttindi til að kenna námskeiðið Landneminn – samfélagsfræðsla. Fjallað um fjölbreytta nemendahópa í samfélagsfræðslu, árangursríkar kennsluaðferðir ásamt stuttum kynningum frá ýmsum aðilum sem tengjast þjónustu við flóttafólk. Lengd námskeiðs er 15 klukkustundir.
Raunfærnimat á tölvubraut
Raunfærnimat fyrir þau sem hafa starfað í upplýsingatækni og vilja fá reynslu sína og færni metna til eininga í framhaldsskóla. Faggreinar tölvubrautar Upplýsingatækniskólans eru til mats, t.d. áfangar í forritun, tölvutækni, vefþróun, viðmótsþróun auk áfanga í Windows, Linux og CCNA. Skilyrði fyrir þátttöku eru þriggja ára starfsreynsla í geiranum og að hafa náð 23 ára […]
Raunfærnimat á sjúkraliðabraut
Framvegis framkvæmir raunfærnimat á sjúkraliðabraut ætlað þeim sem hafa reynslu af umönnun og hafa hug á að hefja nám á brautinni. Skilyrði fyrir þátttöku eru þriggja ára starfsreynsla í umönnun og vera orðin 23 ára. Þau sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla greiða ekki fyrir matið.
Leikskólaliði og stuðningsfulltrúi
Nám kennt á fjórum önnum, aðallega sveigjanlegt fjarnám með einni staðlotu í hverjum áfanga. Einn áfangi er kenndur í einu og tekur yfirleitt fjórar vikur. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/eða stuðningsfulltrúar að námi loknu. Áhersla á uppeldisfræði, fötlunarfræði, sálfræði, samskipti og listsköpun.
Praktísk sköpun og miðlun
Ný námsleið um framleiðslu á efni fyrir hina ýmsu miðla. Námið er að miklu leyti verklegt þar sem þátttakendur læra helstu hugtök og aðferðir. Þátttakendur vinna mikið sem hópur en einnig er lögð áhersla á að hver og einn öðlist getu til að vinna sjálfstætt. Markmiðið er að nemendur fái aukna þekkingu og leikni til […]
Raunfærnimat í iðngreinum
Hjá IÐUNNI fræðslusetri verður í haust boðið upp á raunfærnimat í húsasmíði, málaraiðn, vélvirkjun, blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og framreiðslu. Skilyrði fyrir þátttöku eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Ef eftirspurn er mikil verður fleiri greinum bætt við.
Félagsliðagátt
Nám sniðið að þörfum fólks sem starfar við umönnun aldraðra, sjúkra, fatlaðra og/eða við heimaþjónustu. Námið er einingabært og kennt samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla. Nemendur útskrifast sem félagsliðar en þurfa, áður en nám hefst, að vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu af umönnunarstörfum.
Maszyny robocze – kurs podstawowy w jezyku polskim
Ten kurs przyznaje prawa do pracy na na wózkach widłowych do ładowności 10 ton i mniejszej, ciągników z wyposażeniem, mniejszego rodzaju maszyn do robót ziemnych (4 tony i mniej), dźwigów koszowych, koparek, pomp do betonu, walców, i żurawi budowlanych do 18 ton.
Vinnuvéla-námskeið
Þetta námskeið veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.
Aldraðir með sjón- og heyrnaskerðingu
Vefnámskeið og gagnleg ráð fyrir starfsfólk og aðstandendur til að auka virkni aldraðra með skerta sjón eða samþætta aldursbundna sjón-og heyrnarskerðingu. Fjallað um hvaða aðferðir gagnast best við að styðja hópinn til félagslegrar virkni og að taka ábyrgð á eigin heilsueflingu. Einnig verða veittar upplýsingar um hin ýmsu hjálpartæki sem nýtast markhópnum og úrræði sem […]
Blindir og sjónskertir viðskiptavinir
Gagnleg ráð fyrir starfsfólk þar sem fjallað er um vísbendingar þess að einstaklingur sé blindur eða með skerta sjón og hvaða hindranir verða helst á vegi blindra og sjónskertra. Þátttakendur fá ábendingar og ráð um hvernig megi ryðja hindrunum úr vegi og hvaða aðferðir gagnist best við að þjónusta hópinn.
Áfallamiðuð nálgun á vinnustað
Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað felst í nálgun þar sem ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð og hvernig vinnustaðir geta innleitt slíka nálgun. Hvað er áfallamiðuð nálgun og hvað felst í henni? Hvers vegna áfallamiðuð nálgun? Eðli áfalla og […]
Skaðaminnkandi hugmyndafræði
Námskeið sem hentar öllum sem koma að starfi með fólki sem glímir við vímuefnavanda. Þar á meðal breiðum hópi starfsfólks innan félags- og heilbrigðiskerfisins, meðferðaraðilum, lyfjafræðingum, námsráðgjöfum og nemendum.
Heilabilunarsjúkdómar á efri árum
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fræðist um hina ýmsu heilabilunarsjúkdóma. Geti sett sig í spor hins veika og aðstandenda þeirra. Fræðast um starfsemi Alzheimersamtakanna og hvar hægt sé að leita sér stuðnings í samfélaginu.Farið yfir helstu heilabilunarsjúkdóma, einkenni og framgang sjúkdóma. Námskeiðið er helst ætlað þeim sem starfa við umönnun og þjónustu heilabilaðra.
Sales and Marketing
The purpose of the study is to strengthen knowledge and increase skills of those who work, or are interested to work in sales and marketing. The course is 222 hours long. It is possible to apply the study towards 11 credits at a secondary school/ college level (not university level).
Tourism service 2
The tourism service course is a practical course of 34 hours for people over 18 years of age who want to work in the tourist service industry or develop their professional skills in the field.
Tourism service 1
The tourism service course is a 45-hour practical course for people over 18 years of age who want to work in tourism sector or develop their professional skills in the field.
Bouncers course
Course for doormen is in collaboration with the City of Reykjavik and the Reykjavik Metropolitan Police. Intended for employed doormen and those who intend to work in the field. This course also fits the staff of hotels and restaurants that work night shifts. The course is 18 hours, three nights pr week from 17.00 o´clock. […]
Námskeið fyrir dyraverði
Námskeið í samstarfi við Reykjavíkurborg og lögregluna ætlað starfandi dyravörðum og/eða þeim sem hyggja á slík störf. Hentar einnig starfsfólki hótela og veitingahúsa. Alls 18 klukkustundir. Kennt þrjú kvöld í viku frá kl. 17. Að námskeiði loknu fá þátttakendur dyravarðaskírteini sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út en skírteinið gildir í þrjú ár.
Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla II
Áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimöppu og tölvur auk þátta á borð við uppeldi og þroska leikskólabarna, listastarf með börnum, námskrá leikskóla og fjölmenningarlegan leikskóla. Kennsla fer fram frá 8:30-15:30 mánudaga til föstudaga.
Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla I
Fagnámskeið haldin í samstarfi Mímis og Eflingar, ætluð eldri en 20 ára með stutta skólagöngu, sem vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum. Áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimöppu og tölvur auk námsþátta á borð við uppeldi og þroska leikskólabarna, listastarf með börnum, námskrá leikskóla […]
Fagnámskeið í umönnun II
Fagnámskeið haldin í samstarfi Mímis og Eflingar, ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Tvö námskeið sem eru samanlagt 190 klukkustundir. Áhersla lögð á námsþætti sem nýtast bæði í starfi og einkalífi s.s. aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti og líkamsbeiting. Kennsla fer fram […]
Fagnámskeið í umönnun
Námskeið haldin í samstarfi við Eflingu, ætluð þeim sem aðstoða eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Tvö námskeið, samanlagt 198 kennslustundir. Ljúka þarf fyrra námskeiðinu til að halda áfram á því síðara. Áhersla lögð á námsþætti sem nýtast bæði í starfi og einkalífi. Kennsla á fagnámskeiði 1 fer fram þriðjudaga, […]
Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú
Fyrir ófaglært starfsfólk í leik, og grunnskólum, samtals 66 einingar sem kenndar eru yfir fjórar annir. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/eða stuðningsfulltrúar að námi loknu. Forkröfur að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, 3ja ára starfsreynsla við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og að hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.
Námskeið Iðunnar
Iðan fræðslusetur sinnir sí- og endurmenntun innan bílgreina, bygginga- og mannvirkjagreina, matvæla- og veitingagreina, prent- og miðlunargreina og málm- og véltækni auk tölvunámskeiða.
Fagnám í umönnun fatlaðra
Nám ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun, þ.e. við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fólki sem vinnur með börnum og unglingum í vanda. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því […]
Fagnám í umönnun fatlaðra
Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra og aldraðra. Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.
Sölu- markaðs- og rekstrarnám
Sölu,- markaðs- og rekstrarnám er ætlað fólki með litla formlega menntun sem vinnur við sölustörf eða hefur hug á að stofna til eigin reksturs. Tilgangur námsins er að veita nemendum tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu,- markaðs- og rekstrarmála.
Skrifstofuskólinn
Skrifstofuskólinn er fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun eða er á leiðinni á vinnumarkaðinn að nýju eftir hlé. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust nemenda til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að […]
Tæknilæsi og tölvufærni
Örar breytingar eru á vinnuumhverfi samtímans og mikil þörf á að fólk geti áttað sig á tæknibreytingum. Þau sem sitja námið öðlast aukna trú á eigin getu við vinnu í stafrænu umhverfi og geta þannig frekar haldið í við nýjungar í tækniheiminum. Auk almennrar tölvufærni og tæknilæsis er fjallað um stýrikerfi, skýjalausnir, sjálfvirkni og gervigreind, […]
Félagsliðagátt
Fyrstu fjórar annirnar af sex, samtals 76 einingar. Að því loknu er hægt að ljúka félagsliðabraut í framhaldsskóla til starfsréttinda á einu ári. Forkröfur að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, 3ja ára starfsreynsla í umönnun og að hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.
Símenntun sjúkraliða
Framvegis – miðstöð símenntunar sinnir sí- og endurmenntun sjúkraliða í samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands. Námskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Öll sjúkraliðanámskeið eru kennd í staðnámi en mörg einnig fjarkennd.
Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú
Nám hugsað fyrir ófaglært starfsfólk í leik- og grunnskólum, samtals 66 einingar, sem eru kenndar á fjórum önnum. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/eða stuðningsfulltrúar að námi loknu. Forkröfur eru að hafa náð 22ja ára aldri, 3ja ára starfsreynsla við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og að hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.
Skrifstofuskólinn
Nám ætlað fólki á vinnumarkaði, 18 ára eða eldra, sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki og vill skapa sér sterkari stöðu með aukinni menntun, eða er á leiðinni á vinnumarkað að nýju eftir hlé. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi […]
Námskeið í rafiðnaði
RAFMENNT sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnaðinn, heldur reglulega endurmenntunarnámskeið fyrir fagfólk og sér um kennslu fagnámshluta meistaraskólans.
Samfélagstúlkun
Þjálfun fyrir samfélagstúlka af erlendum uppruna. Fjallað um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Álitamál og siðareglur, glósutækni og túlkun. Alls 110 klukkustundir í fjarnámi og staðnámi.
Leikskólaliðabrú
Nám ætlað þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Fyrir 22 ára og eldri sem lokið hafa 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Kennt samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla yfir fjórar annir, 10 – 20 einingar á hverri. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar.
Skrifstofuskóli II
Sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að ná sér í góðan undirbúning fyrir skrifstofustörf eða hugar að frekara námi í þeim geira. Að námi loknu eiga nemendur að vera færir um að starfa á skrifstofu og verða fjölhæfir og góðir starfskraftar. Hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð, innsýn í rekstur fyrirtækja og góða bókhaldsþekkingu. […]
Skrifstofuskóli I
Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 18 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir á að starfa á skrifstofu. Tilgangur Skrifstofuskólans er að auka hæfni til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð […]
Sölu-, markaðs- og rekstrarnám
Hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þau sem vilja styrkja eigin rekstur eða hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Námið er kennt í samstarfi SÍMEY og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Málmsuða – pinnasuða
Nám ætlað 18 ára og eldri sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. Byggist á fyrirlestrum og verklegri vinnu auk þess sem haldin er verkdagbók á meðan á námskeiðinu stendur. Alls 80 klukkustundir.
Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú
Dreifnám fyrir þau sem starfa við uppeldi og umönnun barna í leikskólum, 22ja ára og eldri, með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu. Þurfa að hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum.
Félagsliðagátt
Kennt á fjórum önnum og hægt að velja sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarþjónustu.