Fagnám í umönnun fatlaðra

Nám ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun, þ.e. við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fólki sem vinnur með börnum og unglingum í vanda. Blanda af verklegu námi, fyrirlestrum og verkefnavinnu og má meta til allt að 16 […]

Símenntun sjúkraliða

Framvegis – miðstöð símenntunar sinnir sí- og endurmenntun sjúkraliða í samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands. Námskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Öll sjúkraliðanámskeið eru kennd í staðnámi en mörg einnig fjarkennd.

Námskeið fyrir iðngreinar

IÐAN fræðslusetur sinnir sí- og endurmenntun innan bílgreina, bygginga- og mannvirkjagreina, matvæla- og veitingagreina, prent- og miðlunargreina og málm- og véltækni auk tölvunámskeiða.

Námskeið í rafiðnaði

RAFMENNT sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnaðinn, heldur reglulega endurmenntunarnámskeið fyrir fagfólk og sér um kennslu fagnámshluta meistaraskólans.

Námskeið innan ferðaþjónustu

Á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er að finna Fræðslugátt og þar margvísleg hagnýt námskeið fyrir fólk sem starfar í tengslum við ferðaþjónustu.

Námskeið um matvælavinnslu

Stutt hagnýt námskeið Farskólans fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu, haldin í samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og SSNV.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Nám ætlað þeim sem starfa í leik- og grunnskólum, einn áfangi kenndur í einu, sex vikur í senn og hægt að koma inn í einstaka áfanga á haustönn; Barnabókmenntir (23. ágú.), Fötlun (4. okt.), Leikur sem náms- og þroskaleið (8. nóv.). Forkröfur eru að hafa náð 22ja ára aldri, þriggja ára starfsreynsla í umönnun og […]

Samfélagstúlkun

Nám ​ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Samfélagstúlkun er 110 klukkustunda nám sem mögulegt er að meta til 6 eininga á framhaldsskólastigi. Blanda af fjarnámi og […]

Meðferð matvæla

Nám ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og starfa við meðhöndlun matvæla svo sem starfsfólki í mötuneytum, veitingahúsum og verslunum. Meðal námsþátta eru gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælavinnsla, þrif og sótthreinsun, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, ofnæmi og óþol, hollusta máltíða og fæðuflokkarnir. Alls 40 klukkustundir.

Matarsmiðjan – hnossgæti að heiman

Námskeið sem miða að því að veita matvælaframleiðendum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við Beint frá býli hugmyndafræðina. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun, markaðssetningu […]

Skrifstofuskólinn

Nám ætlað fólki á vinnumarkaði, 18 ára eða eldra, sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki og vill skapa sér sterkari stöðu með aukinni menntun, eða er á leiðinni á vinnumarkað að nýju eftir hlé. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi […]

Samfélagstúlkun

Nám fyrir fólk sem sinnir samfélagstúlkun til að sinna skilgreindum viðfangsefnum og þróast í starfi. Samfélagstúlkar miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Nemendur þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau túlka.

Skrifstofuskólinn 2

Sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á góðum undirbúningi fyrir skrifstofustörf, eða hugar að frekara námi í þeim geira. Markmiðið er að veita fólki á vinnumarkaði hæfni til að starfa við fjölbreytt skrifstofustörf. Áhersla á aukið sjálfstraust og starfsfærni auk verkfæra og verkferla sem nýtast í starfi. Námið er 160 klukkustunda langt og mögulegt […]

Árangursrík samskipti á vinnustöðum

Stutt námskeið um lykil ađ framúrskarandi samstarfi, árangri í starfi og starfsánægju. Fjallað er um mismunandi samskiptastíla, einstaklingsmun í túlkun upplýsinga, algengar ástæđur ágreinings á vinnustöđum, hvernig megi fyrirbyggja slíkt og hvernig viđ getum eflt færni í ađ takast á viđ erfiđ samskipti.

Samfélagstúlkun

Þjálfun fyrir samfélagstúlka af erlendum uppruna. Fjallað um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Álitamál og siðareglur, glósutækni og túlkun. 70 klukkustundir í fjarnámi og 20 stundir í staðnámi á þriðjudögum.

Fagnámskeið í umönnun

Námskeið haldin í samstarfi við Eflingu, ætluð þeim sem aðstoða eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Tvö námskeið, samanlagt 198 kennslustundir. Ljúka þarf fyrra námskeiðinu til að halda áfram á því síðara. Áhersla lögð á námsþætti sem nýtast bæði í starfi og einkalífi. Kennsla á fagnámskeiði 1 fer fram þriðjudaga, […]

Grunnnám fyrir skólaliða

Einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum. Líta má á námið bæði til að efla fólk í starfi en einnig sem góðan grunn að frekara námi í faginu. Kennt frá 12.30 – 16.10 alla virka daga.

Leikskólaliðabrú

Nám ætlað þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Fyrir 22 ára og eldri sem lokið hafa 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Kennt samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla yfir fjórar annir, 10 – 20 einingar á hverri. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar.

Skrifstofuskóli II

Sérhæft nám sem undirbúningur fyrir skrifstofustörf eða frekara nám í þeim geira. Góð innsýn í rekstur fyrirtækja og bókhald. Námið er 240 kennslustundir og mögulegt að meta það til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám – fyrir frumkvöðla

Hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þau sem vilja styrkja eigin rekstur eða hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Fyrirlestar teknir upp fyrirfram og aðgengilegir á netinu. Aðgengi að kennara átta tíma í viku annaðhvort í gegnum netið eða hjá SÍMEY.

Málmsuða – TIG suða

Nám ætlað 18 ára og eldri sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. Byggist á fyrirlestrum og verklegri vinnu auk þess sem haldin er verkdagbók á meðan á námskeiðinu stendur. Kennt á kvöldin og á laugardögum 3- 4 sinnum í viku.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Fyrir ófaglært starfsfólk í leik, og grunnskólum, samtals 66 einingar sem kenndar eru yfir fjórar annir. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/eða stuðningsfulltrúar að námi loknu. Forkröfur að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, 3ja ára starfsreynsla við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og að hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

Félagsliðabrú

Fyrstu fjórar annirnar af sex, samtals 76 einingar. Að því loknu er hægt að ljúka félagsliðabraut í framhaldsskóla til starfsréttinda á einu ári. Forkröfur að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, 3ja ára starfsreynsla í umönnun og að hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Dreifnám fyrir þau sem starfa við uppeldi og umönnun barna í leikskólum, 22ja ára og eldri, með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu. Þurfa að hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum.

Félagsliðabrú

Í boði í fjárnámi haustið 2021. Kennt á fjórum önnum og hægt að velja sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarþjónustu.