Tæknilæsi og tölvufærni

Nám til að auka tæknilæsi og tölvufærni með það að leiðarljósi að efla hæfni í starfi. Áhersla er á að gera nemendur færari í að takast á við tækniframfarir og breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrrar tækni og tækja. Námsþættir: Fjarvinna og fjarnám – Sjálfvirkni og gervigreind – Skýjalausnir – Stýrikerfi og […]

Gervigreind í þína þágu

Ókeypis vefnámskeið á íslensku fyrir almenning um grundvallaratriði gervigreindar; hvernig hún er búin til, hvaða áhrif hún gæti haft á störf eða daglegt líf og hvert stefnir. Markmið námskeiðsins er að sýna að gervigreind er hvorki leyndardómsfull né torskilin. Annars vegar er fjallað um fræðileg atriði og hins vegar eru æfingar úr námsefninu. Sveigjanlegur námshraði. […]

Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun

Um er að ræða 170 klukkustunda nám, ætlað til undirbúnings störfum við umsýslu og miðlun rafrænna gagna. Áhersla á hæfni til að nýta helstu hugbúnaðarlausnir til að uppfæra, hýsa og miðla efni á mismunandi formi á vefmiðlum, í gagnagrunnum og skráakerfum. Kennt er frá 12.10 – 15.50 alla virka daga.