Fullorðinsfræðsla fatlaðra

Á vef Fjölmenntar er að finna fjölda námskeiða, annars vegar fyrir fólk með þroskahömlun og fólk á einhverfurófi en hins vegar fyrir fólk með geðrænar áskoranir. Námskeiðin eru i boði víða um land í samstarfi við símenntunarstöðvar.

Íslensk menning og samfélag

Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Lögð er áhersla á íslenskt mál, menningu, samfélag og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Fjallað er um allt frá því hvernig á að gera skattaskýrslu yfir í hvernig á að halda íslenskt matarboð. Námið fer fram […]

Skrifstofuskólinn

Nám ætlað fólki á vinnumarkaði, 18 ára eða eldra, sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki og vill skapa sér sterkari stöðu með aukinni menntun, eða er á leiðinni á vinnumarkað að nýju eftir hlé. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi […]

Stökkpallur

Nám ætlað ungu fólki, 30 ára og yngra, sem horfið hefur frá námi og/eða er án atvinnu. Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa nemendur til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi eða áframhaldandi náms. Námið skiptist í 4 námsþætti: Markmiðasetning og sjálfsefling – Samskipti og samstarf – Vinnuumhverfi og […]

Grunnmennt 1

Námsleið ætluð fullorðnum, 18 ára og eldri sem vilja vill styrkja sig í kjarnagreinunum, íslensku, dönsku, stærðfræði og ensku eða undirbúa sig undir frekara nám. Námið hentar vel þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki og vilja fara rólega af stað. Unnið í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Grunnmennt

Hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinum – góður undirbúningur fyrir frekara nám. Markvisst unnið að því að efla sjálfstraust þátttakenda. Upprifjun og kennsla í undirstöðuatriðum í stærðfræði, íslensku, ensku og upplýsingatækni. Námið skiptist á tvær annir og getur í heild svarað til allt að 24 framhaldsskólaeiningum.

Grunnmennt

Hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinum – góður undirbúningur fyrir frekara nám. Markvisst unnið að því að efla sjálfstraust þátttakenda. Upprifjun og kennsla í undirstöðuatriðum í stærðfræði, íslensku, ensku og upplýsingatækni.

Menntastoðir

Undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. auk þess sem meta má námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Kennt er einn virkan eftirmiðdag í viku og tvo laugardaga í mánuði.

Menntastoðir

Fyrsta skrefið í að ljúka framhaldsskóla! Nám fyrir 18 ára og eldri en þau sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst. Kennt er frá 8:20-15:15 alla virka daga en námið er einnig í boði sem dreif- og fjarnám.

Grunnmennt

Tilvalinn grunnur að meira námi – haldgóð undirstaða í kjarnagreinum þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám. Hentar vel þeim sem hafa ekki að fullu lokið grunnskólaprófi eða ekki verið lengi í námi. Tvískipt þar sem Grunnmennt 1 er undirbúningur fyrir Grunnmennt 2. Kennt alla virka daga kl. 8.40-11.55.

Menntastoðir

Nám ætlað þeim sem stefna á undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum. Grunnáfangar í íslensku, ensku, stærðfræði, upplýsingatækni og námstækni sem hentað geta fólki óháð búsetu eða með vinnu.  Reglulegar vinnulotur og stoðtímar.

Menntastoðir

Nám sem veitir réttindi til að hefja nám á háskólabrú, háskólagátt eða í frumgreinadeildum háskóla. Dreifnám með staðlotum, þannig að það hentar fólki á öllu Suðurlandi allt frá Höfn í Hornafirði.