Handverk og samfélag
Námsleið sem er fyrst og fremst ætluð flóttafólki. Handverk, í þessu tilviki prjón, þar sem þátttakendur styrkja hæfni sína undir leiðsögn reynslumikilla kennara. Samhliða kennslunni er fræðsla um lykilatriði íslensks samfélags. Lögð er áhersla á að skapa gott andrúmsloft, stuðning og samræður.
Grunnmennt með stuðningi í íslensku
Nám ætlað fólki sem vill byggja upp haldgóða undirstöðu í íslensku fyrir frekara nám á framhaldsskólastigi. Einnig er áhersla á tölvu- og upplýsingatækni, námstækni, sjálfstyrkingu og samskipti.
Mótttaka og miðlun
Fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Náminu er ætlað að styrkja starfshæfni og sjálfstraust þátttakenda ásamt því að koma til móts við þarfir atvinnulífsins.
Menntastoðir – fjarnám
Menntastoðir hafa veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Þau sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskildum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst. Hægt er að meta námið til framhaldsskólaeininga. Námið samanstendur af sex sjö vikna lotum og eru kenndar tvær námsgreinar í hverri lotu ásamt námstækni.
Menntastoðir – staðnám
Undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lokamarkmið Menntastoða er fyrst og fremst að nemendur auki færni sína í þeim námsþáttum sem kenndir eru og geti þannig tekist á við nám við frumgreinadeild háskóla, þ.e. uppfylli viðmið á þrepi tvö.
Społeczeństwo i kultura islandzka
Kurs „Społeczeństwo i kultura islandzka” jest przeznaczony dla imigrantów w celu ułatwienia aktywnego uczestnictwa w islandzkim społeczeństwie i na rynku pracy. Kurs obejmuje wgląd w ważne aspekty życia na Islandii i podstawowej wiedzy o Islandii, naukę języka islandzkiego oraz przygotowanie do poszukiwania pracy. Kurs jest prowadzony przez doświadczonych instruktorów i wykładowców z różnych instytucji; obejmuje […]
Menntastoðir
Undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Einnig má meta námið til eininga í bóklegum greinum iðnnáms. Tveir áfangar eru kenndir í einu. Allir fyrirlestar teknir upp fyrirfram og aðgengilegir í gegnum netið. Tímar með kennara tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Hægt er að taka einn og einn áfanga.
Menntastoðir – fjarnám
Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R.Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lokamarkmið Menntastoða er fyrst og fremst að nemendur auki færni sína í þeim námsþáttum sem kenndir eru og geti þannig tekist á við nám við frumgreinadeild háskóla, þ.e. uppfylli viðmið á þrepi tvö.
Grunnmennt
Nám ætlað fullorðnum (18 ára og eldri) sem vilja styrkja sig í kjarnagreinunum, íslensku, dönsku, stærðfræði og ensku eða undirbúa sig undir frekara nám. Hentar vel fólki sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki, hefur ekki verið lengi í námi og vill fara rólega af stað.
Stökkpallur
Á Stökkpalli er áhersla lögð á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa nemendur til atvinnuþátttöku og áframhaldandi náms. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu og er markmiðið að efla starfshæfni og gera nemendur meðvitaðri um eigin styrkleika.
Skrifstofuskólinn
Nám ætlað fólki á vinnumarkaði, 18 ára eða eldra, sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki og vill skapa sér sterkari stöðu með aukinni menntun, eða er á leiðinni á vinnumarkað að nýju eftir hlé. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi […]
Stökkpallur
Nám ætlað ungu fólki, 30 ára og yngra, sem horfið hefur frá námi og/eða er án atvinnu. Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa nemendur til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi eða áframhaldandi náms. Námið skiptist í 4 námsþætti: Markmiðasetning og sjálfsefling – Samskipti og samstarf – Vinnuumhverfi og […]
Technical Literacy and Computer Skills
“Technical Literacy and Computer Skills: A Modern Work Environment” is intended to reach those individuals within adult education who are likely to stay behind in the labour market due to technological advances in the job market. The study is intended to be accessible and adapted to various activities, industries, and situations in the business world. […]
Grunnmennt
Grunnmennt er ætlað fólki, 18 ára og eldri, sem vill styrkja sig í kjarnagreinunum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku) og undirbúa sig undir frekara nám (sem dæmi Menntastoðir). Í náminu er auk þess lögð áhersla á mikilvæga námsþætti fyrir daglegt líf og störf, svo sem námstækni, sjálfstyrkingu, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Námið hentar vel […]
Menntastoðir
Fyrsta skrefið í að ljúka framhaldsskóla! Nám fyrir 18 ára og eldri en þau sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst. Kennt er frá 8:30-15:30 alla virka daga en einnig í boði sem dreif- og fjarnám.
Menntastoðir
Nám sem veitir réttindi til að hefja nám á háskólabrú, háskólagátt eða í frumgreinadeildum háskóla. Dreifnám með staðlotum, þannig að það hentar fólki á öllu Suðurlandi allt frá Höfn í Hornafirði.