Stjórendanámi er ætlað að efla faglega þekkingu stjórnenda, auka færni þeirra og bæta vinnubrögð. Námið er hugsað samhliða vinnu og eru a.m.k. tvær námsleiðir í boði:

Símenntun Háskólans á Akureyri – endurmenntun fyrir stjórnendur

Opni háskóli HR – PMD stjórnendanám

Kröfur

Ekki eru gerðar forkröfur um menntun í námsleið Háskólans á Akureyri en námið í Háskólanum í Reykjavík er „… ætlað stjórnendum með minnst þriggja ára stjórnunarreynslu og haldbæra menntun.“

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námsleið Háskólans á Akureyri fer að öllu leyti fram í lotuskiptu fjarnámi þar sem unnið er með raunveruleg viðfangsefni sem tengjast stjórnun, verkstýringu og mannaforráðum. Hægt er að ljúka náminu á tveimur árum.

Námið í HR samanstendur af sjö staðbundnum lotum sem kenndar eru með um það bil fjögurra vikna millibili. Kennslan byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi.

Kennsla

Stjórnendanám er í boði á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri og Opna háskólans í HR.

Að loknu námi

Eftir námið geta stjórnendur og millistjórnendur sinnt sínum störfum með fjölbreyttari verkfæri í farteskinu.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika