Táknmálsfræði og táknmálstúlkun er nám á háskólastigi. Í náminu er leitast við að kenna nemendum færni í íslensku táknmáli og veita þeim þekkingu á menningarheimi heyrnarlausra. Nemendur fá þjálfun í málnotkun, málfræði táknmálsins og fræðslu um menningu og sögu heyrnarlausra.
Náminu lýkur með BA – gráðu. Námstími er þrjú ár.
Námsvalshjól Háskóla Íslands
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf. Ekki er gerð krafa um kunnáttu í íslensku táknmáli við upphaf námsins.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Námið byggir á fyrirlestrum, samræðu og hópavinnu. Áhersla er lögð á þátttöku nemenda í tímum, sérstaklega þar sem fram fer þjálfun í málnotkun og túlkun.
Ýmist er kennt á íslensku eða íslensku táknmáli.
Kennsla
Nám í táknmálsfræði og táknmálstúlkun hefur verið kennt innan Íslensku- og menningardeildar Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Að loknu námi
Eftir 180 eininga nám í táknmálsfræði (aðalfag) og táknmálstúlkun útskrifast nemendur sem táknmálstúlkar.
Tengt nám