Fatahönnun er nám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér hugmyndafræði hönnunar og skapandi greina auk þess að efla færni og þekkingu á handverki við fatahönnun. Farið er í sögu hönnunar, efnisgerð, teikningu, gerð mismunandi klæðnaðs og heildarferli fatahönnunar, frá hugmynd til framleiðslu.
Náminu lýkur með BA prófi. Námstími er þrjú ár.
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf úr framhaldsskóla eða sambærilegt nám. Umsækjendur skulu hafa hlotið menntun eða reynslu í listum eða hönnun og geti sýnt fram á færni og þekkingu með því að senda inn sýnishorn af verkum í möppu ásamt umsókn.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna.
Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Nám í fatahönnun er fræðilegt og verklegt. Ýmist er farið í skyldufög og valfög öll þrjú árin. Námið er kennt staðbundið.
Fræðileg námskeið og vinnustofur öll árin.
Námskeið, lokaritgerð og útskriftarverkefni á þriðja ári.
Kennsla
Nám í fatahönnun hefur verið kennt innan hönnunardeildar Listaháskóla Íslands.
Að loknu námi
Eftir námið er hægt að starfa sem fatahönnuður. Eins veitir BA próf möguleika á framhaldsnámi á háskólastigi.
Tengt nám