Jarðfræði er nám á háskólastigi og tengist þekkingu á jarðefnum, uppbyggingu og hreyfingum jarðskorpunnar og hagnýtum þáttum þeim tengdum svo sem nýtingu orkuauðlinda, málmvinnslu og nýtingu fiskistofna.

Í náminu er lögð áhersla á skilning ákveðinna grunnhugtaka og traustan fræðilegan grunn í greinum á borð við eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði.

Grunnnámi lýkur með BS – gráðu. Námstími er þrjú ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám en umsækjendur þurfa einnig að hafa lokið ákveðnum einingafjölda í stærðfræði og raungreinum.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í jarðfræði samanstendur aðallega af skyldunámskeiðum auk valgreina á þriðja ári. Meðal viðfangsefna eru eldfjallafræði, steinda- og bergfræði, jarðefnafræði og jarðlagafræði.

Kennsla

Nám í jarðfræði hefur verið kennt innan Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Í boði er þriggja ára grunnnám til BS gráðu og sambærilegt nám í jarðeðlisfræði.

Um tvö kjörsvið hefur verið að ræða á meistarastigi; jarðfræði og endurnýjanleg orka – jarðhitavísindi auk náms til doktorsprófs.

Að loknu námi

Fræðileg og hagnýt þekking á  jarðvísindum getur víða komið sér vel í atvinnulífinu, svo sem í tengslum við leit að neysluvatni, málmum eða byggingarefnum, nýtingu jarðhita, mannvirkjagerð eða eftirlit með umbrotum í jarðskorpunni.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika