Nám líffræði á háskólastigi byggir á aðferðum raunvísinda og hvernig þær leiða til nýrrar þekkingar í greininni. Fjallað er um einkenni tegunda, erfiðir og þróun, hegðun lífvera, samfélög og vistkerfi, útbreiðslu, breytingar á stofnstærð og áhrif umhverfisbreytinga á lífríkið.
Grunnnámi lýkur með BS – gráðu. Námstími er þrjú ár.
Námsvalshjól Háskóla Íslands
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Mælt er með að umsækjendur hafi lokið ákveðnum einingafjölda í stærðfræði og raungreinum.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Nám í líffræði byggir á grunnnámskeiðum í greinum á borð við frumulíffræði, dýrafræði og grasafræði en á þriðja ári eru í boði fjölbreytt valnámskeið í fuglafræði, umhverfisfræði, fiskavistfræði, mannerfðafræði og fleiri greinum.
Kennsla
Nám í líffræði er kennt innan Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands.
Í boði er grunnnám til BS gráðu auk námsleiða til meistaragráðu.
Að loknu námi
Líffræðingar vinna margskonar störf svo sem við rannsóknir, bæði úti í náttúrunni og á rannsóknarstofum, hjá einkafyrirtækjum í líftækni, við umhverfismat vegna virkjana, við ráðgjöf og kennslu á öllum skólastigum.
Tengt nám