Nám í stafrænni hönnun er skilgreint sem viðbótarnám við framhaldsskóla. Í náminu er unnið með þrívíddarhönnun, tæknibrellur, tölvuleikja- og teiknimyndagerð ásamt eftirvinnslu kvikmynda.

Nám í Margmiðlunarskólanum tekur tvö ár og útskrifast nemendur með diplómagráðu. Mikið er byggt á verkefnavinnu sem líkist þeim sem unnin eru úti í atvinnulífinu.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi auk þess að búa yfir góðri kunnáttu á tölvur og í ensku. Skila þarf ferilmöppu en sérstök inntökunefnd getur metið sérstaka hæfni umsækjenda, sé viðeigandi menntun ekki til staðar, eða óskað eftir frekari undirbúningi áður en nám hefst.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í stafrænni hönnun fer þannig fram að fyrsta árið er fjallað um grunnatriði helstu forrita og kenninga en síðan er valið svið til sérhæfingar og að lokum unnið stórt útskriftarverkefni með stuðningi kennara og aðila úr atvinnulífinu.

Námið reynir á sköpunarkraft, sjálfstæði, samvinnu og skipulagshæfileika en unnið er í samstarfi við stór fyrirtæki á sviðinu t.d. með þátttöku gestafyrirlesara.

Kennsla

Námið fer fram í Tækniskólanum og fer fram í Sjómannaskólahúsinu á Háteigsvegi í Reykjavík.

Að loknu námi

Möguleiki er á að fá diplómagráðuna metna inn í áframhaldandi BA -nám í tengdum greinum við háskóla erlendis en einnig getur námið verðið góður undirbúningur fyrir störf á sviði þrívíddarhönnunar, upptökur og eftirvinnslu við tölvuleikja- og teiknimyndagerð, kvikmyndir og sjónvarp.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika