Iðnfræðingar starfa víða í atvinnulífinu við ýmis konar sérfræði- og tæknistörf oft við hlið verk- og tæknifræðinga við hönnun, ráðgjöf eða kennslu.

Helstu verkefni

Byggingariðnfræðingar
- starfa hjá verktakastofum- eða fyrirtækjum, við byggingaeftirlit eða stjórnun á byggingastað.
Véliðnfræðingar
- starfa á verkfræðistofum, orku- eða framleiðslufyrirtækjum, við hönnun, uppsetningu og eftirlit með vélbúnaði.
Rafiðnfræðingar
- starfa á verkfræðistofum, orku- eða framleiðslufyrirtækjum við hönnun raflagna og við  uppsetningu rafmagns- og stýrikerfa.

Hæfnikröfur

Iðnfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði auk iðnfræðinámsins til að útskrifast sem iðnfræðingur en sækja þarf um starfsheitið til háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis.   

Námið

Iðnfræði hefur verið kennd við Háskólann í Reykjavík og skiptist í þrjár brautir auk almennrar rekstrarfræði sem opin er fleirum; byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði. Um er að ræða diplómanám samhliða vinnu.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika