Grunnnámi á iðn- og verknámsbrautum er ætlað að veita nemendum almenna þekkingu og innsýn í grundvallaratriði sérgreina viðkomandi fagsviða. Alla jafna er um að ræða 2 – 4 anna bóklegt og verklegt nám sem skipulegt er til undirbúnings fyrir meiri sérhæfingu sem og þátttöku í atvinnulífi.

Grunnnámið er með ýmsum hætti eftir skólum og brautum en er tengt námi í bíliðnum, byggingagreinum, garðyrkjugreinum, hársnyrtiiðn, heilbrigðisgreinum, matvæla- og ferðagreinum, málmiðngreinum, upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og rafiðnum.

Kröfur

Til að innritast á grunnnámsbrautir þurfa nemendur að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Fyrir utan bóklegt nám í kjarnagreinum er samsetning náms á grunnnámsbrautum mismunandi eftir fagsviði hverju sinni en þar má meðal annars finna námsgreinar á borð við iðnfræði, skyndihjálp, efnisfræði og lífsleikni auk verklegrar þjálfunar á vélar og áhöld ýmiss konar.

Kennsla

Grunnnám iðn- og verknámsbrauta er í boði við marga fjölbrautaskóla og best að kynna sér það nánar á heimasíðum hvers skóla fyrir sig.

Að loknu námi

Markmið grunnnáms í iðn- og verkgreinum er að undirbúa nemendur fyrir fagnám með góðri undirstöðuþekkingu á bæði hugtökum og verklagi á viðkomandi sviði.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika