Um Vefinn picture

Næsta skref er almennur upplýsingavefur um nám og störf, hýstur og rekinn af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu fyrir milligöngu og í samstarfi þriggja ráðuneyta.

Verkefnið á rætur að rekja til samstarfs Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Sérfræðiseturs í ævilangri náms- og starfsráðgjöf, sem unnu að þróun Næsta skrefs árin 2012-2014 sem hluta af stærra Evrópuverkefni.

Vefurinn gekk í gegnum töluverðar endurbætur og breytingar árin 2016 – 2018 og hefur upp frá því fest sig í sessi sem alhliða upplýsingaveita á mörkum atvinnulífs og menntakerfis.

Sumarið 2023 var ákveðið að flytja Næsta skref um set og koma vefnum í nýjan búning með breyttum áherslum sem ætlað var að ná til breiðari hóps notenda. Hefur núverandi útgáfa verið aðgengileg frá vordögum 2024.

Iceland picture

Af hverju?

Vönduð upplýsingaþjónusta um störf og námsleiðir er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Slíkt stuðlar að vel ígrunduðu námsvali og felst hagkvæmnin því bæði í minni kostnaði vegna brotthvarfs og hins að þá má í auknum mæli beina hefðbundinni ráðgjöf að þeim sem þurfa mest á henni að halda. Þetta er ein hugmyndin að baki NæstaSkref.is líkt og sambærilegum vefsvæðum nágrannaþjóða okkar.

Iceland picture