Hæfniþrep: 2
Fisktækni picture

Fisktækni er nám á framhaldsskólastigi til undirbúnings störfum í fiskvinnslu, við fiskveiðar og fiskeldi.  Raunfærnimat hefur farið fram í greininni.

Meðalnámstími er tvö ár að meðtalinni tveggja anna starfsþjálfun.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.

Athugaðu hvort námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Fisktækni skiptist í almennar greinar, sérgreinar, vinnustaðanám og starfsþjálfun þar sem önnur og fjórða önnin fara fram á vinnustað. Hægt er að taka námskeið í stjórnun vinnuvéla og fá metið sem hluta vinnustaðanáms. Nemendur sem hyggja eingöngu á vinnu í fiskvinnslu eða önnur störf í landi, geta valið áfanga í fiskeldi, rekstur fiskvinnslu eða frumkvöðlafræði sjávarútvegs í stað smáskipanáms og vélgæslu.

Á námstíma er farið í heimsóknir í stofnarnir og fyrirtæki tengd sjávarútvegi auk tveggja námsferða erlendis. Athugið að hluti námsins kann að vera í boði sem fjarnám eða í samstarfi við aðra skóla og símenntunarmiðstöðvar.

Kennsla

Nám í fisktækni hefur verið kennt við Fisktækniskóla Íslands.

Að loknu námi

Nám í fisktækni getur verið grunnur að frekara námi í sjávarútvegs- og matvælafræðum eða undirbúningur fyrir störf sem tengjast vinnslu sjávarafurða hjá fiskvinnslufyrirtækjum, útgerðum og fiskeldisstöðvum. Fisktæknar starfa einnig hjá fisksölufyrirtækjum eða við sölu tækja og búnaðs fyrir sjávarútveg.
 

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika