Líftækni er nám á háskólastigi og fjallar um þá tækni að nota lífverur til að framleiða nýjar afurðir á borð við lyf eða matvæli. Umfjöllunarefnið er því umbreyting náttúrulegra ferla til að búa til verðmæti úr auðlindum lands og sjávar.

Náminu lýkur með BS - gráðu. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Mælt er með að umsækjendur hafi lokið ákveðnum einingafjölda í stærðfræði og raungreinum.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Í líftæknináminu eru tvö megin áherslusvið, annars vegar auðlindalíftækni sem leggur grunn að  störfum í líftæknifyrirtækjum og hins vegar heilbrigðislíftækni sem gefur þekkingu til starfa á rannsóknarstofum.

Kennsla

Nám í líftækni hefur verið kennt innan Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri en framhaldsnám til meistaragráðu í iðnaðarlíftækni er einnig í boði við Háskóla Íslands.
 

Að loknu námi

Á liðnum árum hafa sprottið upp nýsköpunar- og sprotafyrirtæki í líftækni sem geta verið spennandi starfsvettvangur en líftækninám skapar góðan grunn til rannsóknastarfa auk möguleika á meistara- og doktorsnámi á sviði raunvísinda og líffræði.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika