Hæfniþrep: 3
Blikksmíði picture

Blikksmíði er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka þekkingu og færni við helstu efni sem notuð eru við blikksmíði, smíðar og viðhald úr þunnmálmi. Einnig læra nemendur að þekkja til umhverfis- og öryggisreglna, lesa teikningar og að þekkja til kerfa og tölvuforrita sem notuð eru við vinnu blikksmiða. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Blikksmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár auk starfsþjálfunar þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðu skólans.
Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Blikksmíði skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar og starfsþjálfun. Athugaðu hvort námið eða hluti þess geti verið kennt í fjarnámi.

Fyrstu tvö árin er farið í sameiginlegt grunnnám málmiðngreina en eftir það sérhæfa nemendur sig í blikksmíði
Nemandi gerir námssamning við meistara í faginu þar sem starfsþjálfunin mun fara fram

Að loknu námi

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika