Námskeið eru í boði fyrir verðandi dagforeldra. Fjöldi kennslustunda hefur verið breytilegur en námskeiðið getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Í því felst meðal annars að veita fræðslu um uppeldi og umönnun barna, þarfir þeirra og þroska.

Kröfur

Ef áhugi er á að gerast dagforeldri er rétt að hafa samband við sitt sveitarfélag til frekari upplýsinga. Námskeið ættu að vera opin öllum þeim sem hafa hug á að starfa sem slíkir.

Námsskipulag

Námskeiðin geta verið uppbyggð á mismunandi vegu en í þeim skal farið yfir umönnun barna, barnasjúkdóma, slys, skyndihjálp og öryggi barna. Eins er farið yfir skyldur og réttindi dagforeldra.

Kennsla

Námskeið eru haldin á vegum sveitarfélaganna en Reykjanesbær og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum bjóða nú upp á slík námskeið.

Nánari upplýsingar má finna í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum, bæklingi frá Reykjavíkurborg um daggæslu og á vef Kópavogsbæjar.

Að loknu námi

Eftir námskeiðið má sækja um leyfi til að starfa sem dagforeldri til félagsmálanefndar/félagsmálaráðs sveitarfélagsins sem starfsemin á að fara fram í.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika