Hæfniþrep: 5
Efnafræði picture

Námi í efnafræði á háskólastigi er ætlað að veita sterka undirstöðu á helstu sviðum þar sem verið er að rannsaka uppbyggingu, samsetningu og eiginleika efna. Meginsviðin eru lífræn og ólífræn efnafræði, eðlisefnafræði, reikniefnafræði og efnagreiningar.

Grunnnámi lýkur með BS gráðu.
Námstími er þrjú ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám með ákveðnum lágmarksfjölda eininga í stærðfræði og raungreinum.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Fyrsta árið er áhersla lögð á undirstöðu-raunvísindagreinar; almenna efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Á öðru námsári er hægt að velja á milli námskeiða sem gera mismiklar kröfur til stærðfræðikunnáttu en þriðja árið samanstendur mestmegnis af valnámskeiðum.

Námið er hvort tveggja fræðilegt raungreinanám en einnig er um að ræða  starfsþjálfun í verklagi við störf á rannsóknarstofu.

Kennsla

Nám í efnafræði er kennt innan Raunvísindadeildardeildar Háskóla Íslands, hvort tveggja nám til BS prófs sem og framhaldsnám til MS gráðu.

Að loknu námi

Efnafræðingar starfa víða í samfélaginu, meðal annars við rannsóknir,  þróun og framleiðslu hjá nýsköpunarfyrirtækjum auk kennslu á öllum skólastigum.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika