Hæfniþrep: 5
Eðlisfræði picture

Eðlisfræði á háskólastigi leitast við að svara  grundvallarspurningum um eðli alls í kringum okkur. Notast er við aðferðir stærðfræði til að lýsa ákveðnum líkönum sem útskýra hvernig hlutir virka í náttúrunni og umheiminum.

Grunnnámi lýkur með BS gráðu.
Námstími er þrjú ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám með ákveðnum lágmarksfjölda eininga í stærðfræði og raungreinum.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Um helmingur náms í eðlisfræði er skyldunámskeið, stærðfræðinámskeið um fjórðungur en afgangurinn valnámskeið þar sem hvort tveggja er hægt að velja meiri eðlisfræði eða námskeið úr öðrum greinum.

Kennsla

Eðlisfræði er kennt innan Raunvísindadeildardeildar Háskóla Íslands, nám til BS prófs auk framhaldsnáms.

Að loknu námi

Eðlisfræðingar vinna oftast í tengslum við rannsóknir og tækniþróun, gjarnan innan rannsókna- og kennsludeilda háskóla eða á verkfræðistofum og þróunardeildum hátæknifyrirtækja, nýsköpunarfyrirtækja og sjúkrahúsa.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika