Hæfniþrep: 5
Bókmenntafræði picture

Bókmenntafræði er nám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á þróun bókmennta á Vesturlöndum þar sem nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum.

Grunnnámi lýkur með BA – gráðu. Námstími er þrjú ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
 

Námsskipulag

Kjarni námsins samanstendur af níu skyldunámskeiðum en önnur námskeið eru valfrjáls og úrvalið fjölbreytt svo sem í tengslum við einstaka þjóðlönd, ákveðnar bókmenntagreinar, strauma, rannsóknasvið eða einstaka rithöfunda.

Kennsla

Nám í bókmenntafræði hefur verið kennt innan Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.

Einnig hafa verið í boði námsleiðir til meistaragráðu.

Að loknu námi

Menntun í bókmenntafræði getur nýst á margvíslegum vettvangi svo sem í tengslum við fjölmiðla, útgáfu, auglýsingar, almannatengsl, menningarstarfsemi eða kennslu.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika