Hæfniþrep: 2
Heilbrigðisritun picture

Heilbrigðisritaranám er starfstengt og á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka færni og þekkingu á skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins, móttöku sjúklinga og skráningu gagna, auk undirbúnings fyrir önnur störf heilbrigðisritara.

Meðalnámstími er tæp tvö og hálft ár að meðtalinni 12 vikna starfsþjálfun.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.
Í boði er nám á heilbrigðisritarabrú en hún er ætluð fullorðnum sem geta fengið starfsreynslu metna til styttingar á náminu. Skilyrði eru að umsækjandi hafi náð 22 ára aldri og hafi að minnsta kosti 4 ára starfsreynslu af ritarastörfum á heilbrigðissviði, sé í starfi og hafi lokið starfstengdum námskeiðum sem svarar 120 stundum.
Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á heilbrigðisritarabraut skiptist í almennar greinar, almennar heilbrigðisgreinar, sérgreinar brautar og starfsþjálfun. Kennt er í dagskóla og að hluta í fjarnámi.
Á heilbrigðisritarabrú er eingöngu farið í sérgreinar brautarinnar.

Kennsla

Nám á heilbrigðisritarabraut hefur verið kennt í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heilbrigðisritarabrú hefur verið í boði við skólann.

Að loknu námi

Heilbrigðisritarar starfa á heilsugæslum, sjúkrahúsum, öðrum heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika